13.11.07

Fellur þú fyrir prinsum eða froskum??



Þú fellur fyrir frinsum (froskur + prins).




Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að frinsum. Frinsinn líkist í flestu froskinum. Hann sýnir sjaldan rómantíska tilhneigð og getur átt það til að vera ansi óhugulsamurr. Láttu þér ekki bregða þótt frinsinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði ?ég vildi að frinsinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd? stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.



Þeir sem hyggja á samband við frins þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Frinsar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að frinsinn skipti um ljósaperu.



Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frinsinum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja frinsinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.



Eini munurinn á frinsinum og froskinum er sá að einstaka sinnum bólar á prinslegum eiginleikum í fari frinsins er hann kemur þér á óvart með framtakssemi eða rómantísku uppátæki.


Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?

5.11.07

Latasti bloggari EVER

Jæja, sumarfríið er víst löööööööööööööööööööööööööööööööngu búið. Kannski maður hefði átt að blogga soldið fyrr. Einhverjir mánuðir síðan síðast.
Maður er bara alltaf að vinna og svona. Þannig að það er nú ekkert mikið að frétta svosem. Reyndi að fara í ræktina og taka svolítið á en varð að taka pásu :( ég fékk svo hrykalega í bakið, sambland af fuuuullt af þáttum sem ákváðu að bakið mitt ætti að fara í klessu. Jæja nóg um það en allavega þá er ég nú að hugsa um að fara að koma mér aftur af stað :)
Jæja nokkrar undanfarnar helgar eru búnir að vera hér næturgestir, þó er það aðallega pabbi. Hilmar kom reyndar eina helgi en pabbi er búinn að vera mjög duglegur við það að fullnýta stofuplássið okkar. Er eiginlega að verða eins og eitt af stofuhúsgögnunum. Bara gaman að því.
Kristófer stækkar og dafnar eins og hann fái borgað fyrir það og skemmtir sér óendanlega vel á leikskólanum.

Jæja fyrst ég hef nákvæmlega ekki neitt að segja þá ætla ég ekki að hanga með tölvuna í fanginu og spá í því hvað ég eigi að segja....
þannig að ...
bæ í bili :)