Jæja, nú verður sparkað í bloggrassinn...
Það sem af er þessu ári er bara búið að vera mjög gott. Kristófer elskar leikskólann sinn og allt er í blóma hjá honum.
Óhætt er að segja að seint komi sumir en komi þó, 29. janúar sl. beið mín póstur, eins og svo oft áður, á forstofugólfinu þegar ég kom heim úr vinnunni, ekki svo sem í frásögu færandi nema fyrir það að á forstofugólfinu lá eitt einmanna jólakort, dagsett 27.desember. Líklega hefur það farið í póst á Þorláksmessu en ekki verið afgreitt fyrr en á milli jóla og nýjárs. Það hefur að öllum líkindum farið á gamla heimilisfangið okkar og þeir sem þar búa núna hafa líklega trassað það að fara aftur með það í póst.
Nú líður að því að ég hætti í vinnunni á LSH og yfirgefi þar með "starfsferil" minn sem læknaritari. Skil það vel að illa gangi að fá fólk til að læra til þessa starfs, því það að vera læknaritari á LSH er vægast sagt illa borgað. Nú er ég búin að fá nýja vinnu sem borgar mun betur. Til að útskýra þetta "mun betur" þá getum við tekið það sem ég er að fá útborgað margfaldað það með 2 og bætt við nokkrum þúsundköllum í viðbót. Sumsé rúmlega 100% launahækkun. Fyrir að því er virðist vera skemmtilegra starf. Ég byrja að vinna hjá RIS ehf. Það er gamalt og gott byggingarfyrirtæki :) Þar mun ég vinna sem móttökuritari :)
Steini er líka byrjaður í nýrri vinnu, en hann byrjaði í dag að vinna hjá Fossberg. Einnig gamalt og gott fyrirtæki sem selur verkfæri, vinnufatnað, vinnuvélar, varahluti og örugglega fleira sem byrjar á V.
Jæja gott í bili held ég bara.
Kveðja, lati bloggarinn.
14.2.08
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)