17.3.08
:)
Við Steini skelltum okkur í þrítugsafmæli á laugardaginn hjá Benna frænda. Þar var margt um manninn og mikið stuð :) Fórum svo bara heim, en restin af afmælinu fór held ég á NASA á Pallaball.
Hilmar er hjá okkur núna, hann var sumsé að koma úr brettaferð á Ítalíu á laugardagskvöldið, hann verður svo hjá okkur þar til á miðvikudaginn en þá ætlar familían að skella sér á norðurlandið góða og Hilmar ætlar að fljóta með :)
Kristófer elskar það að hafa Hilmar hjá sér... einn í viðbót til að leika sér við.
4.3.08
já... hérna.... hmmmmmm.... hérna :/
Jæja, ég er byrjuð í nýju vinnunni minni og líkar bara vel, reyndar er starfið ekki alveg eins og starfslýsingin var og því mjög rólegt hjá mér. En það á eftir að breytast, það er eitthvað verið að endurraða verkefnum hér hjá okkur og líst mér bara vel á það, það er sumsé ekki verið að fækka hjá okkur heldur fjölga :)
Annars er svo sem ekkert að frétta.
Mér fannst þetta svolítið fyndið svo að ég ákvað að stela þessu og skella hér inn hjá mér, sýnir okkur hvað við erum bjartsýnt og flott fólk :)
+15°C
Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.
Íslendingar liggja í sólbaði.
+10°C
Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.
Íslendingar planta blómum í garðana sína.
+5°C
Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.
Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.
0°C
Eimað vatn frýs.
Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra.
-5°C
Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða.
Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.
-10°C
Bretar byrja að kynda húsin sín.
Íslendingar byrja að nota langerma boli.
-20°C
Götusalar byrja að flýja frá Mallorca.
Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!
-30°C
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.
Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.
-40°C
París byrjar að gefa eftir kuldanum.
Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.
-50°C
Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.
Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru vetrarveðri.
-60°C
Mývatn frýs.
Íslendingar kaupa sér 48DVD og halda sig inni við.
-70°C
Jólasveinninn heldur í suðurátt.
Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti.
Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.
-183°C
Örverur í mat lifa ekki af.
Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.
-273°C
Öll atóm staðnæmast vegna kulda!
Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.
-300°C
Helvíti frýs!
Ísland vinnur Eurovision!