Jæja, stuð stuð,
Við Steini skelltum okkur í þrítugsafmæli á laugardaginn hjá Benna frænda. Þar var margt um manninn og mikið stuð :) Fórum svo bara heim, en restin af afmælinu fór held ég á NASA á Pallaball.
Hilmar er hjá okkur núna, hann var sumsé að koma úr brettaferð á Ítalíu á laugardagskvöldið, hann verður svo hjá okkur þar til á miðvikudaginn en þá ætlar familían að skella sér á norðurlandið góða og Hilmar ætlar að fljóta með :)
Kristófer elskar það að hafa Hilmar hjá sér... einn í viðbót til að leika sér við.
1 ummæli:
Nei halló halló, mín bara orðin virkur bloggari aftur! :D
Skrifa ummæli