Jæja, haldið þið að mér hafi ekki barasta tekist að verða læknaritari í dag :) Jújú, hún Elísa litla útskrifaðist af Læknaritarabraut Fjölbrautaskólan við Ármúla í dag :) Athöfnin fór fram í Háskólabíó og var mjög vel heppnuð í alla staði, reyndar var eitt að fara ótrúlega í taugarnar á mér og örugglega mörgum öðrum og það var atriðið sem hann Arnar sem keppti fyrir okkar hönd í Söngkeppni Framhaldsskólanna. Jújú, hann er ágætis söngvari og allt það en tónlistin sem hann og Gleðihljómsveit Ármúla flutti átti eiginlega ekki við. Lagið Crazy með Aerosmith, eða kannski var það bara sviðsframkoman hjá honum sem fór svona agalega í taugarnar á mér en hann hálfpartinn hékk í typpinu á sér allt lagið... jú Arnar minn "pippalingurinn" er örugglega þarna ennþá, vertu ekkert að tékka á honum á tveggja sekúntna fresti... Sumir karlmenn virðast bara ekki vita að fólk sér hvað þeir eru að gera þegar þeir eru að tékka á honum. En jæja hvað um það, nenni ekki að tuða meira um það.
Kveðja, Elísa læknaritari
14.5.07
Hvaða frægu konum líkist ég?
Jæja, samkvæmt þessu forriti sem skannar andlit á myndum og ber saman við andlit fræga fólksins á ég víst að líkjast þessum frægu konum. Ég er ekki alveg að sjá það, en það er samt skárra að líkjast þessum miðað við þessa mynd sem ég sendi inn af mér, heldur en það sem upp kom þegar ég setti inn myndina af starfsmannakortinu mínu í vinnunni... hvað haldið þið að hafi komið upp??? Jú, jú enginn annar en Spike Lee... síðast þegar ég vissi var ég ekki svartur karlmaður. Hnuss segi ég nú bara :(
13.5.07
Nýja bloggið mitt :)
Jæja ladies and gentelmen,
Fékk ógeð á bloggar.is og ákvað að skella mér á þetta núna. Vona að þetta gangi betur en hinum megin.
Af mér er allt frábært að frétta, ég er búin í prófum og er því að fara að útskrifast sem læknaritari þann 22. maí nk.
Kristófer er ótrúlegt en satt að verða tveggja ára gamall í næsta mánuði. Ótrúlegt að það séu að verða liðin 2 ár síðan ég leit út eins og strandaður hvalur.
Kristófer og Steini fóru norður fyrstu helgina í maí og ég var ein hérna heima að læra og dunda mér. Fór með tölvuna á Kaffi Vín og lærði alveg slatta þar. Þeir feðgar skemmtu sér rosalega vel fyrir norðan, fóru í heimsóknir til familíunnar og svona. Skelltu sér svo í sund á sunnudeginum og lögðu svo af stað aftur suður, Mæja tengdamamma kom svo með herramönnunum suður. Gaman að hitta hana.
Jæja annars er svosem ekki mikið að frétta hjá mér í bili.
Kveðja,
Skrudda
Fékk ógeð á bloggar.is og ákvað að skella mér á þetta núna. Vona að þetta gangi betur en hinum megin.
Af mér er allt frábært að frétta, ég er búin í prófum og er því að fara að útskrifast sem læknaritari þann 22. maí nk.
Kristófer er ótrúlegt en satt að verða tveggja ára gamall í næsta mánuði. Ótrúlegt að það séu að verða liðin 2 ár síðan ég leit út eins og strandaður hvalur.
Kristófer og Steini fóru norður fyrstu helgina í maí og ég var ein hérna heima að læra og dunda mér. Fór með tölvuna á Kaffi Vín og lærði alveg slatta þar. Þeir feðgar skemmtu sér rosalega vel fyrir norðan, fóru í heimsóknir til familíunnar og svona. Skelltu sér svo í sund á sunnudeginum og lögðu svo af stað aftur suður, Mæja tengdamamma kom svo með herramönnunum suður. Gaman að hitta hana.
Jæja annars er svosem ekki mikið að frétta hjá mér í bili.
Kveðja,
Skrudda
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)