22.5.07

Útskriftardagurinn mikli :)

Jæja, haldið þið að mér hafi ekki barasta tekist að verða læknaritari í dag :) Jújú, hún Elísa litla útskrifaðist af Læknaritarabraut Fjölbrautaskólan við Ármúla í dag :) Athöfnin fór fram í Háskólabíó og var mjög vel heppnuð í alla staði, reyndar var eitt að fara ótrúlega í taugarnar á mér og örugglega mörgum öðrum og það var atriðið sem hann Arnar sem keppti fyrir okkar hönd í Söngkeppni Framhaldsskólanna. Jújú, hann er ágætis söngvari og allt það en tónlistin sem hann og Gleðihljómsveit Ármúla flutti átti eiginlega ekki við. Lagið Crazy með Aerosmith, eða kannski var það bara sviðsframkoman hjá honum sem fór svona agalega í taugarnar á mér en hann hálfpartinn hékk í typpinu á sér allt lagið... jú Arnar minn "pippalingurinn" er örugglega þarna ennþá, vertu ekkert að tékka á honum á tveggja sekúntna fresti... Sumir karlmenn virðast bara ekki vita að fólk sér hvað þeir eru að gera þegar þeir eru að tékka á honum. En jæja hvað um það, nenni ekki að tuða meira um það.

Kveðja, Elísa læknaritari

Engin ummæli: