Jæja ladies and gentelmen,
Fékk ógeð á bloggar.is og ákvað að skella mér á þetta núna. Vona að þetta gangi betur en hinum megin.
Af mér er allt frábært að frétta, ég er búin í prófum og er því að fara að útskrifast sem læknaritari þann 22. maí nk.
Kristófer er ótrúlegt en satt að verða tveggja ára gamall í næsta mánuði. Ótrúlegt að það séu að verða liðin 2 ár síðan ég leit út eins og strandaður hvalur.
Kristófer og Steini fóru norður fyrstu helgina í maí og ég var ein hérna heima að læra og dunda mér. Fór með tölvuna á Kaffi Vín og lærði alveg slatta þar. Þeir feðgar skemmtu sér rosalega vel fyrir norðan, fóru í heimsóknir til familíunnar og svona. Skelltu sér svo í sund á sunnudeginum og lögðu svo af stað aftur suður, Mæja tengdamamma kom svo með herramönnunum suður. Gaman að hitta hana.
Jæja annars er svosem ekki mikið að frétta hjá mér í bili.
Kveðja,
Skrudda
Engin ummæli:
Skrifa ummæli