16.5.08

Hver stelur ruslinu??? Ég bara spyr.

Ég veit að það er svolítið langt síðan þetta gerðist en what the hey...
Mánudagskvöldið 14. apríl var verið að ganga frá heima um kl. 19 og rusladallurinn orðinn fullur eins og gengur og gerist. Jæja Steini, setur hann út fyrir og biður mig um að taka hann með mér þegar ég fari út... því kl. 19:15 ætlaði ég út að borða með stelpunum sem voru með mér í læknaritaranáminu. Allavega.... ég fer út þarna kl. 19:15 en steingleymdi að kippa pokanum með í tunnuna. Þegar ég kem heim spyr ég Steina hvort hann hafi farið með pokann í tunnuna... nei hann hafði ekki gert það, hélt að ég hefði gert það. Þá kom í ljós að einhver hafði komið og tekið bévaðan ruslapokann... með matarafgöngum og kúkableyjum... ég segi nú bara verði honum að góðu.

Engin ummæli: