Sennilega hefur mig aldrei langað jafn mikið til að hringja í mömmu eins og núna. Hringja í mömmu og segja henni þær skemmtilegu fréttir að ég sé loksins að fara til Spánar. Eins mikið og ég var búin að tala við hana um það hvað mig langaði til að fara út, þá loksins þegar búið er að bóka ferðina að þá er engin mamma til að tala við og segja frá plönunum.
En allavega planið er að fara 1. október til Barcelona og vera þar í viku. Fara í sædýrasafnið. Fara á Römbluna. Borða góðan mat, drekka góð vín og hafa það bara alveg ferlega gott. Við Steini og Kristófer, Mæja og Pálmi ætlum að fara saman og heimsækja Arnhildi, Gabba og Arnar. Ferðin var bókuð í dag og þá er bara að finna sér íbúð á La Sagrada Famila svæðinu, þ.e.a.s. rétt hjá Gaudi kirkjunni og Arnhildi og þeim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli