Eftir mikinn undirbúning, mikinn bakstur og tilheyrandi tilkostnað við það að halda afmælisveislu fyrir son minn sem varð 2ja ára í dag er ég mjög sár út í fullt af fólki. Það var slatta af fólki boðið í afmælisveisluna. Ein fjölskyldan hringdi í dag og afboðaði vegna veikinda og ok það er í góðu lagi. En hálftíma áður en veislan átti að byrja fékk ég sms þar sem önnur fjölskylda afboðaði sig, ok þá voru 6 manns hættir við að koma. Jæja á tilsettum tíma kemur ein frænkan, en hún var sú eina að sem kom af fjögurra manna fjölskyldu. Jæja þá ég átti enn von á 2-3 til viðbótar, en nei þau létu ekki sjá sig og létu ekki einu sinni vita af því að þau myndu ekki koma. Þannig að við sátum hér, afmælisbarnið, foreldrarnir, afi og frænka. Mér finnst þetta mjög fúlt því eins og ég hef áður sagt þá var mikið lagt í undirbúninginn.
Kveðja, hin fúla móðir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli