Best að blogga soldið fyrst ég get ekki sofið.
Helvítis hrossaflugur!!!
Ég er að verða nett biluð á flugna- og skordýraplágunni hérna í garðinum hjá okkur. Reyndar sem betur fer hef ég lítið orðið vör við geitunga og býflugur upp á síðkastið en bölvaðar hrossaflugurnar eru að gera mig geggjaða.
Ég er svo viss um það að einhversstaðar hefur verið auglýst "Dirty weekend" í skordýraheimum. Auglýsingin gæti hafa hljómað einhvern vegin svona: "Viltu upplifa Dirty Weekend á Íslandi? Þá er húsveggurinn heima hjá Elísu og Steina the hot spot!!! Eins mikið kynlíf og þú getur hugsað þér!!!"
Það eru endalaus pör af hrossaflugum að gera "dodo" á húsveggnum hjá okkur. Og ef þær eru ekki á fullu* á veggnum hérna þá eru þær fljúgandi hér inn um alla glugga og dyr. Maður kemst ekki inn eða út um dyrnar án þess að lágmark ein fluga smokri sér inn í leiðinni. Hvers á ég eiginlega að gjalda??? Ég bara spyr!
En það eru ekki einungis hrossaflugur sem eru að pirra mig. Það eru líka allavega þrjár ef ekki fjórar tegundir af kóngulóm hérna utan á húsinu líka, sem betur fer hafa þær látið það vera, að mestu, að koma hingað inn. Svo hefur einhver nágranninn brotist inn í næsta fjós, hest- eða fjárhús og nappað sér svolitlu taði til að bera á lóðina, því að allt í einu gerði vart við sig ein ógeðslegasta skodýrategund sem ég veit um. Jötunuxinn gerði sig heimakominn hérna í garðinum og helv. kvikyndin geta flogið. Ég stútaði 2 hérna inni um daginn, öðrum í forstofunni og hinum í stofuglugganum, sem ég í "heimsku" minni hafði skilið eftir opinn yfir daginn á meðan ég var að vinna. Jæja, upptalningunni er ekki lokið. Í trjánum hérna í garðinum og í forgarðinum fyrir ofan húsið hefur einhver bölvaður maðkur tekið sér bólfestu, grænir u.þ.b. 1 cm langir og stundum getur maður séð þessi kvikyndi hangandi í meters löngum þræði neðan úr greinunum. Þori ekki fyrir mitt litla líf að labba niður í garðinn meðfram silfurreyninum, því að þar eru greinilega fleiri en í hinum trjánum. Einnig eru hér svona u.þ.b. 4-5 tegundir af bjöllum, járnsmiðir og fleira í þeim dúr. Alger vibbi. Held ég sé að verða búin með upptalninguna í bili... nei ekki má gleyma stærstu og hættulegustu tegundinni... múrarinn, en hann er búinn að vera að sniglast hérna fyrir utan annað veifið síðan í haust. Skilst reyndar að hann sé mennskur og reyndar bara nokkuð hress, hef nokkrum sinnum spjallað við hann og virðist hann þrátt fyrir stærð og hættulegheit vera lang skásta tegundin.
Mér þætti gaman að sjá hana Önnu Björk, litlu frænku mína, dveljast hér stutta stund. En þeir sem hafa lesið bloggið hennar vita hvað ég meina. Lesningin um hetjulega baráttu hennar við baðherbergiskóngulóna ógurlegu er náttúrulega bara snilld.
Anna ,viltu koma með brúnsápubrúsann hingað núna strax, ég þarf á þér að halda!!!
Jæja, nóg komið af tuði í bili.
* kynlíf hrossaflugna virðist vera frekar dapurlegt. Það virðist taka endalausan tíma og flugurnar hanga þarna á veggnum eins og frosnar svo tímunum skiptir, á nákvæmlega sama stað. Haggast ekki. Eru þarna þegar ég fer í vinnuna kl. 8 og eru þarna ennþá þegar ég er að koma heim um kl. 17, ekki haggast um mm held ég.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ahahahaha, snilldar færsla!!! :P En já, ég er á leiðinni með brúnsápuna...
Annars dó ég líka úr hlátri þegar ég sá myndirnar af heimatilbúnu grímubúningunum, hahahahaha, þvílíkt hugmyndaflug!!! :D
Skrifa ummæli