4.7.07

aaaaaaalveg að fara að gerast :)

Jæja, þá er það að fara að gerast... "Hvað er það"? spyrjið þið (eða Anna Björk sem virðist vera eini lesandinn minn), það er að fara að gerast í fyrsta skiptið á minni lífslöngu ævi. Ég er að fara í sumarfrí í fyrsta skipti ever, síðan ég fór að vinna fyrir mér sjálf. Ég er líka að fara í sumarfrí ligga ligga lái :) Á föstudaginn kl. 16:30 u.þ.b. hefst sumarfríið langþráða og ég fer ekki aftur að vinna fyrr en eftir Verslunarmannahelgina :) þvílík snilld :) Vona bara að ég verði áfram heppin með veður, það er búið að vera stórkostlegt veður hér á suðvesturhorninu í dágóðan tíma og ég er meira að segja búin að losa mig við næpuhvíta húðlitin og komin með svona hint að votti að venjulegum húðlit í bland við freknurnar mínar. Er eiginlega bara að vona að þær fari að renna saman fljótlega, þá kannski verður hægt að segja að ég sé búin að fá smá lit :) svona nokkurs konar "connect the dots" tíhí.
Planið fyrir sumarfríið er einfalt.
1) Á laugardaginn verður stúdentsveisla hjá henni Björgu gellu, systurdóttur hans Steina, hún er sumsé að klára Menntaskólann Hraðbraut.
2) Ég og Kristófer ætlum að fara norður á Tröllaskrímslinu (bílnum hans pabba) á sunnudaginn.
3) Steini kemur norður á mánudaginn og verður í tæpa viku hjá okkur og fer svo aftur suður að vinna.
4) Heimsóknir, sólböð, grillmatur, sund, fá gesti, taka "nokkur spor" á hverjum degi, fara út í Flatey, svona í megin atriðum, hafa það notalegt fyrir norðan.
5) Fara á Sílalækjardaga
6) Fara á Húsavíkurdaga, sem samanstanda af Sænskum dögum og Mærudögum.
7) Steini kemur líka aftur norður :) og fer svo aftur suður :(
8) Atriði sem aðrir skipuleggja fyrir okkur litlu familíuna :)
9) Koma Sigrúnu af stað á réttum tíma og svo að erfinginn þeirra Hreidda líti nú dagsins ljós á tilsettum degi, namely 2. ágúst, á afmælisdaginn minn. Ég er harðákveðin í því að þetta barn sé undurfagur drengur og verði skírður Elías Rúnar. Mig dreymdi nefnilega draum fyrir lööööööngu síðan og túlkaði ég hann á þann veg að þetta væri strákur. Reyndar get ég ekki fyrir mitt litla líf munað um hvað draumurinn snerist en ráðningin var ljós, drengur skal það vera, 2. ágúst og nafn hans verður Elías Rúnar.
10) Eiga afmæli í góðra vina hópi :)

Því miður verður Steini ekki í neinu ákveðnu sumarfríi í sumar, en þar sem hann vinnur bara aðra hverja viku, þá ætlar hann að koma norður í frívikunum og njóta lífsins í botn með mér og Kristófer.
Við verðum í íbúðinni hans pabba, höfum hana út af fyrir okkur þar sem pabbi er farinn út á sjó. Alveg eins gott fyrir kallinn að hafa einhvern í íbúðinni á meðan. Minni líkur á innbrotum og sollis rugli.
Anywho... læt næst vita af mér fyrir norðan og ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvað ég á að gera fleira eða ef þið viljið panta okkur familíuna í heimsókn þá vinsamlegast commentið bara á þessa færslu og ég mun sjá til hvað hægt verður að gera :)

Kveðja,
Elísa... sem er að "springa af spennti"

2 ummæli:

Anna Bj. sagði...

Hey mig grunar að ég viti allavega smá af ástæðunni fyrir því að enginn kommentar nema ég ;) Því að þú ert nefnilega með kommentakerfið stillt þannig að aðeins þeir sem eiga svokallaðan "google account" (m.ö.o. þeir sem að eru með blogspot.com síður)geta kommentað hjá þér! En hinir sem eiga ekki google account geta ekki skrifað stakan staf, því "this blog does not allow anonymous comments".

Ef að þú stillir kommentakerfið þannig að allir geti kommentað þá er allavega meiri möguleiki á að fólk slysist til að kommenta ;)

Annars öfunda ég þig ekkert smá af sumarfríinu, sjálf ætla ég ekki að taka mér neitt sumarfrí því ég hef ekki efni á því, hehe.

Skrudda sagði...

aha, takk fyrir það Anna mín, ég ætla að reyna að finna eitthvað út úr þessu :)