Jahérna hér, mín bara orðin "sjónvarpsstjarna"!!!
Fyrir nokkrum dögum bað mamma mig um að kippa með mér leðurstígvélum sem hún á og fara með til skósmiðs á Akureyri, hann væri nefnilega að hætta og næsti skósmiður yrði þá á Akranesi. Já ekkert mál fyrir síðustu helgi fór ég með skóna í viðgerð og átti að sækja þá í dag. Sem ég og gerði. Þegar ég kom inn á skósmíðastofuna sé ég sjónvarpsmyndavél og myndatökumann, ég spurði hvort ég væri eitthvað að trufla, nei nei allt í góðu lagi. Þannig að ég næ í skóna, Kristófer er eitthvað að leika sér á gólfinu að skóhornum sem hann fann þarna. Þegar ég er að banna honum að leika sér að dótinu í búðinni segir myndatökumaðurinn að hann sé að ná svo góðum myndum af Kristófer að hann vildi endilega láta hann halda áfram. Allt í lagi með það hann gerir það. Þegar ég er búin að borga fyrir skóna spyr fréttamaðurinn sem var með myndatökumanninum hvort hann mætti spyrja mig nokkura spurninga, jújú það ætti alveg að vera í lagi. Ég hélt að þetta væri fyrir N4 sjónvarpsrásina hérna á Akureyri þannig að ég var ekkert að stressa mig á þessu. Svaraði nokkrum spurningum og þá var þetta bara búið.
Jæja, ég leit á fréttatímann á N4 og ekkert kom, ég hugsaði með mér að þetta kæmi bara á morgun eða bara hreinlega ekki neitt. Svo eftir matinn fór ég að baða Kristófer og koma honum í háttinn og tók það dágóða stund. Stuttu eftir að ég kem aftur fram hringir síminn og þá er það mamma að spurja hvort ég hafi séð þetta. Ég fékk sjokk því að eftir því sem ég best veit sést N4 ekki á Húsavík. Nei heyrðu þá var þetta bara í aðalfréttatíma RÚV núna í kvöld. Ég að sjálfsögðu dríbbaði mig á netið og kíkti á fréttina.
Við Kristófer tókum okkur bara nokkuð vel út.
Bæ í bili,
Elísa sjónvarpsstjarna :)
9.7.07
Commentin voru víst þannig að enginn gat commentað nema þeir sem eru með spes aðgang, OK, takk Anna mín ég hafði ekki græna glóru um það. Nú er ég hins vega búin að breyta þessu þannig að allir sem vilja geta commentað :) Svo endilega gerið það, þó ekki væri nema svo að ég vissi hverjir eru að kíkja á mig.
En allavega við Kristófer erum komin norður á Akureyri og erum "flutt" inn til pabba. Við erum búin að koma okkur vel fyrir, búin að leggja undir okkur fataskápinn inni hjá pabba og líka baðherbergið. Ef einhver sem ekki þekkti til kæmi inn á bað gæti hann ekki ímyndað sér að það væri karlmaður sem þarna byggi. Er samt ekki að segja að ég sé búin að dreyfa rósablöðum um allt baðherbergi eða eitthvað þannig sko.
Steini er að taka sig til í Reykjavíkinni og er svo að fara að leggja af stað norður til okkar mæðgina og kemur hann í kvöld :) Hlakka mikið til að fá hann norður.
Dagur 1:
Dagurinn í dag byrjaði örlítið fyrr en áætlað var. Ég átti pantaðan tíma í klippingu kl. 10 og ætlaði tengdamamma að passa fyrir mig á meðan. Ég ætlaði að hafa ágætan tíma fyrir klippinguna, ætlaði að skella drengnum í bað og svona áður en við færum til tengdó, þannig að ég stillti klukkuna á 8, fínt að vakna þá, hafa tíma til að baða, gefa morgunmat og allt það stúss sem maður þar að gera áður en haldið er af stað út um dyrnar. Kl. 6:45 á slaginu er Kristófer mættur upp í rúm að vekja mömmu gömlu. OK, við skelltum okkur þá bara í bað, græjuðum okkur og vorum bara mætt snemma í morgunkaffi hjá Mæju. Ég fór svo í klippingu og er alveg ótrúlega sæt, þó ég segi sjálf frá, núna. Skelltum okkur svo á Amtsbókasafnið að taka bækur handa Kristófer, því að ekki nennti ég að fara að taka allt bókasafnið hans Kristófers með okkur norður.
Núna er ég bara að bíða eftir því að hann rumski af lúrnum sínum og þá ætlum við að fara að heimsækja Leif bróður minn, en hann er alein heima, var að koma af sjó og frúin bara úti í útlöndum. Hann með slas og getur "ekkert" gert, litla skinnið.
Bæ í bili.
En allavega við Kristófer erum komin norður á Akureyri og erum "flutt" inn til pabba. Við erum búin að koma okkur vel fyrir, búin að leggja undir okkur fataskápinn inni hjá pabba og líka baðherbergið. Ef einhver sem ekki þekkti til kæmi inn á bað gæti hann ekki ímyndað sér að það væri karlmaður sem þarna byggi. Er samt ekki að segja að ég sé búin að dreyfa rósablöðum um allt baðherbergi eða eitthvað þannig sko.
Steini er að taka sig til í Reykjavíkinni og er svo að fara að leggja af stað norður til okkar mæðgina og kemur hann í kvöld :) Hlakka mikið til að fá hann norður.
Dagur 1:
Dagurinn í dag byrjaði örlítið fyrr en áætlað var. Ég átti pantaðan tíma í klippingu kl. 10 og ætlaði tengdamamma að passa fyrir mig á meðan. Ég ætlaði að hafa ágætan tíma fyrir klippinguna, ætlaði að skella drengnum í bað og svona áður en við færum til tengdó, þannig að ég stillti klukkuna á 8, fínt að vakna þá, hafa tíma til að baða, gefa morgunmat og allt það stúss sem maður þar að gera áður en haldið er af stað út um dyrnar. Kl. 6:45 á slaginu er Kristófer mættur upp í rúm að vekja mömmu gömlu. OK, við skelltum okkur þá bara í bað, græjuðum okkur og vorum bara mætt snemma í morgunkaffi hjá Mæju. Ég fór svo í klippingu og er alveg ótrúlega sæt, þó ég segi sjálf frá, núna. Skelltum okkur svo á Amtsbókasafnið að taka bækur handa Kristófer, því að ekki nennti ég að fara að taka allt bókasafnið hans Kristófers með okkur norður.
Núna er ég bara að bíða eftir því að hann rumski af lúrnum sínum og þá ætlum við að fara að heimsækja Leif bróður minn, en hann er alein heima, var að koma af sjó og frúin bara úti í útlöndum. Hann með slas og getur "ekkert" gert, litla skinnið.
Bæ í bili.
4.7.07
aaaaaaalveg að fara að gerast :)
Jæja, þá er það að fara að gerast... "Hvað er það"? spyrjið þið (eða Anna Björk sem virðist vera eini lesandinn minn), það er að fara að gerast í fyrsta skiptið á minni lífslöngu ævi. Ég er að fara í sumarfrí í fyrsta skipti ever, síðan ég fór að vinna fyrir mér sjálf. Ég er líka að fara í sumarfrí ligga ligga lái :) Á föstudaginn kl. 16:30 u.þ.b. hefst sumarfríið langþráða og ég fer ekki aftur að vinna fyrr en eftir Verslunarmannahelgina :) þvílík snilld :) Vona bara að ég verði áfram heppin með veður, það er búið að vera stórkostlegt veður hér á suðvesturhorninu í dágóðan tíma og ég er meira að segja búin að losa mig við næpuhvíta húðlitin og komin með svona hint að votti að venjulegum húðlit í bland við freknurnar mínar. Er eiginlega bara að vona að þær fari að renna saman fljótlega, þá kannski verður hægt að segja að ég sé búin að fá smá lit :) svona nokkurs konar "connect the dots" tíhí.
Planið fyrir sumarfríið er einfalt.
1) Á laugardaginn verður stúdentsveisla hjá henni Björgu gellu, systurdóttur hans Steina, hún er sumsé að klára Menntaskólann Hraðbraut.
2) Ég og Kristófer ætlum að fara norður á Tröllaskrímslinu (bílnum hans pabba) á sunnudaginn.
3) Steini kemur norður á mánudaginn og verður í tæpa viku hjá okkur og fer svo aftur suður að vinna.
4) Heimsóknir, sólböð, grillmatur, sund, fá gesti, taka "nokkur spor" á hverjum degi, fara út í Flatey, svona í megin atriðum, hafa það notalegt fyrir norðan.
5) Fara á Sílalækjardaga
6) Fara á Húsavíkurdaga, sem samanstanda af Sænskum dögum og Mærudögum.
7) Steini kemur líka aftur norður :) og fer svo aftur suður :(
8) Atriði sem aðrir skipuleggja fyrir okkur litlu familíuna :)
9) Koma Sigrúnu af stað á réttum tíma og svo að erfinginn þeirra Hreidda líti nú dagsins ljós á tilsettum degi, namely 2. ágúst, á afmælisdaginn minn. Ég er harðákveðin í því að þetta barn sé undurfagur drengur og verði skírður Elías Rúnar. Mig dreymdi nefnilega draum fyrir lööööööngu síðan og túlkaði ég hann á þann veg að þetta væri strákur. Reyndar get ég ekki fyrir mitt litla líf munað um hvað draumurinn snerist en ráðningin var ljós, drengur skal það vera, 2. ágúst og nafn hans verður Elías Rúnar.
10) Eiga afmæli í góðra vina hópi :)
Því miður verður Steini ekki í neinu ákveðnu sumarfríi í sumar, en þar sem hann vinnur bara aðra hverja viku, þá ætlar hann að koma norður í frívikunum og njóta lífsins í botn með mér og Kristófer.
Við verðum í íbúðinni hans pabba, höfum hana út af fyrir okkur þar sem pabbi er farinn út á sjó. Alveg eins gott fyrir kallinn að hafa einhvern í íbúðinni á meðan. Minni líkur á innbrotum og sollis rugli.
Anywho... læt næst vita af mér fyrir norðan og ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvað ég á að gera fleira eða ef þið viljið panta okkur familíuna í heimsókn þá vinsamlegast commentið bara á þessa færslu og ég mun sjá til hvað hægt verður að gera :)
Kveðja,
Elísa... sem er að "springa af spennti"
Planið fyrir sumarfríið er einfalt.
1) Á laugardaginn verður stúdentsveisla hjá henni Björgu gellu, systurdóttur hans Steina, hún er sumsé að klára Menntaskólann Hraðbraut.
2) Ég og Kristófer ætlum að fara norður á Tröllaskrímslinu (bílnum hans pabba) á sunnudaginn.
3) Steini kemur norður á mánudaginn og verður í tæpa viku hjá okkur og fer svo aftur suður að vinna.
4) Heimsóknir, sólböð, grillmatur, sund, fá gesti, taka "nokkur spor" á hverjum degi, fara út í Flatey, svona í megin atriðum, hafa það notalegt fyrir norðan.
5) Fara á Sílalækjardaga
6) Fara á Húsavíkurdaga, sem samanstanda af Sænskum dögum og Mærudögum.
7) Steini kemur líka aftur norður :) og fer svo aftur suður :(
8) Atriði sem aðrir skipuleggja fyrir okkur litlu familíuna :)
9) Koma Sigrúnu af stað á réttum tíma og svo að erfinginn þeirra Hreidda líti nú dagsins ljós á tilsettum degi, namely 2. ágúst, á afmælisdaginn minn. Ég er harðákveðin í því að þetta barn sé undurfagur drengur og verði skírður Elías Rúnar. Mig dreymdi nefnilega draum fyrir lööööööngu síðan og túlkaði ég hann á þann veg að þetta væri strákur. Reyndar get ég ekki fyrir mitt litla líf munað um hvað draumurinn snerist en ráðningin var ljós, drengur skal það vera, 2. ágúst og nafn hans verður Elías Rúnar.
10) Eiga afmæli í góðra vina hópi :)
Því miður verður Steini ekki í neinu ákveðnu sumarfríi í sumar, en þar sem hann vinnur bara aðra hverja viku, þá ætlar hann að koma norður í frívikunum og njóta lífsins í botn með mér og Kristófer.
Við verðum í íbúðinni hans pabba, höfum hana út af fyrir okkur þar sem pabbi er farinn út á sjó. Alveg eins gott fyrir kallinn að hafa einhvern í íbúðinni á meðan. Minni líkur á innbrotum og sollis rugli.
Anywho... læt næst vita af mér fyrir norðan og ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvað ég á að gera fleira eða ef þið viljið panta okkur familíuna í heimsókn þá vinsamlegast commentið bara á þessa færslu og ég mun sjá til hvað hægt verður að gera :)
Kveðja,
Elísa... sem er að "springa af spennti"
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)