Jahérna hér, mín bara orðin "sjónvarpsstjarna"!!!
Fyrir nokkrum dögum bað mamma mig um að kippa með mér leðurstígvélum sem hún á og fara með til skósmiðs á Akureyri, hann væri nefnilega að hætta og næsti skósmiður yrði þá á Akranesi. Já ekkert mál fyrir síðustu helgi fór ég með skóna í viðgerð og átti að sækja þá í dag. Sem ég og gerði. Þegar ég kom inn á skósmíðastofuna sé ég sjónvarpsmyndavél og myndatökumann, ég spurði hvort ég væri eitthvað að trufla, nei nei allt í góðu lagi. Þannig að ég næ í skóna, Kristófer er eitthvað að leika sér á gólfinu að skóhornum sem hann fann þarna. Þegar ég er að banna honum að leika sér að dótinu í búðinni segir myndatökumaðurinn að hann sé að ná svo góðum myndum af Kristófer að hann vildi endilega láta hann halda áfram. Allt í lagi með það hann gerir það. Þegar ég er búin að borga fyrir skóna spyr fréttamaðurinn sem var með myndatökumanninum hvort hann mætti spyrja mig nokkura spurninga, jújú það ætti alveg að vera í lagi. Ég hélt að þetta væri fyrir N4 sjónvarpsrásina hérna á Akureyri þannig að ég var ekkert að stressa mig á þessu. Svaraði nokkrum spurningum og þá var þetta bara búið.
Jæja, ég leit á fréttatímann á N4 og ekkert kom, ég hugsaði með mér að þetta kæmi bara á morgun eða bara hreinlega ekki neitt. Svo eftir matinn fór ég að baða Kristófer og koma honum í háttinn og tók það dágóða stund. Stuttu eftir að ég kem aftur fram hringir síminn og þá er það mamma að spurja hvort ég hafi séð þetta. Ég fékk sjokk því að eftir því sem ég best veit sést N4 ekki á Húsavík. Nei heyrðu þá var þetta bara í aðalfréttatíma RÚV núna í kvöld. Ég að sjálfsögðu dríbbaði mig á netið og kíkti á fréttina.
Við Kristófer tókum okkur bara nokkuð vel út.
Bæ í bili,
Elísa sjónvarpsstjarna :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
blesssuð og mikið varstu nú sæt í sjónvarpinu (var að kíkja á það) Hvenær eigum við að fara að hittast?? er í fríi á mánudag og þriðjudag.
Þið voruð mjög falleg í sjónvarpinu dúllurnar mínar :o)
En gaman, þið tókuð ykkur bara mjög vel út :)
Humm ég missti af þessu, og get ekki séð það
Heyrðu Elísa mín, á ekkert að fara að blogga? :)
Skrifa ummæli