9.7.07

Commentin voru víst þannig að enginn gat commentað nema þeir sem eru með spes aðgang, OK, takk Anna mín ég hafði ekki græna glóru um það. Nú er ég hins vega búin að breyta þessu þannig að allir sem vilja geta commentað :) Svo endilega gerið það, þó ekki væri nema svo að ég vissi hverjir eru að kíkja á mig.
En allavega við Kristófer erum komin norður á Akureyri og erum "flutt" inn til pabba. Við erum búin að koma okkur vel fyrir, búin að leggja undir okkur fataskápinn inni hjá pabba og líka baðherbergið. Ef einhver sem ekki þekkti til kæmi inn á bað gæti hann ekki ímyndað sér að það væri karlmaður sem þarna byggi. Er samt ekki að segja að ég sé búin að dreyfa rósablöðum um allt baðherbergi eða eitthvað þannig sko.
Steini er að taka sig til í Reykjavíkinni og er svo að fara að leggja af stað norður til okkar mæðgina og kemur hann í kvöld :) Hlakka mikið til að fá hann norður.

Dagur 1:
Dagurinn í dag byrjaði örlítið fyrr en áætlað var. Ég átti pantaðan tíma í klippingu kl. 10 og ætlaði tengdamamma að passa fyrir mig á meðan. Ég ætlaði að hafa ágætan tíma fyrir klippinguna, ætlaði að skella drengnum í bað og svona áður en við færum til tengdó, þannig að ég stillti klukkuna á 8, fínt að vakna þá, hafa tíma til að baða, gefa morgunmat og allt það stúss sem maður þar að gera áður en haldið er af stað út um dyrnar. Kl. 6:45 á slaginu er Kristófer mættur upp í rúm að vekja mömmu gömlu. OK, við skelltum okkur þá bara í bað, græjuðum okkur og vorum bara mætt snemma í morgunkaffi hjá Mæju. Ég fór svo í klippingu og er alveg ótrúlega sæt, þó ég segi sjálf frá, núna. Skelltum okkur svo á Amtsbókasafnið að taka bækur handa Kristófer, því að ekki nennti ég að fara að taka allt bókasafnið hans Kristófers með okkur norður.
Núna er ég bara að bíða eftir því að hann rumski af lúrnum sínum og þá ætlum við að fara að heimsækja Leif bróður minn, en hann er alein heima, var að koma af sjó og frúin bara úti í útlöndum. Hann með slas og getur "ekkert" gert, litla skinnið.

Bæ í bili.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey snilld. Nú get ég sett comment!!!! Ég kíki alltaf reglulega á þessa síðu ;) Farðu nú að kíkja á mig gamla. Ég er bara alltaf í smíðagallanum úti í garði ;) kv. Kittý