13.11.07

Fellur þú fyrir prinsum eða froskum??



Þú fellur fyrir frinsum (froskur + prins).




Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að frinsum. Frinsinn líkist í flestu froskinum. Hann sýnir sjaldan rómantíska tilhneigð og getur átt það til að vera ansi óhugulsamurr. Láttu þér ekki bregða þótt frinsinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði ?ég vildi að frinsinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd? stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.



Þeir sem hyggja á samband við frins þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Frinsar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að frinsinn skipti um ljósaperu.



Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frinsinum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja frinsinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.



Eini munurinn á frinsinum og froskinum er sá að einstaka sinnum bólar á prinslegum eiginleikum í fari frinsins er hann kemur þér á óvart með framtakssemi eða rómantísku uppátæki.


Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?

5.11.07

Latasti bloggari EVER

Jæja, sumarfríið er víst löööööööööööööööööööööööööööööööngu búið. Kannski maður hefði átt að blogga soldið fyrr. Einhverjir mánuðir síðan síðast.
Maður er bara alltaf að vinna og svona. Þannig að það er nú ekkert mikið að frétta svosem. Reyndi að fara í ræktina og taka svolítið á en varð að taka pásu :( ég fékk svo hrykalega í bakið, sambland af fuuuullt af þáttum sem ákváðu að bakið mitt ætti að fara í klessu. Jæja nóg um það en allavega þá er ég nú að hugsa um að fara að koma mér aftur af stað :)
Jæja nokkrar undanfarnar helgar eru búnir að vera hér næturgestir, þó er það aðallega pabbi. Hilmar kom reyndar eina helgi en pabbi er búinn að vera mjög duglegur við það að fullnýta stofuplássið okkar. Er eiginlega að verða eins og eitt af stofuhúsgögnunum. Bara gaman að því.
Kristófer stækkar og dafnar eins og hann fái borgað fyrir það og skemmtir sér óendanlega vel á leikskólanum.

Jæja fyrst ég hef nákvæmlega ekki neitt að segja þá ætla ég ekki að hanga með tölvuna í fanginu og spá í því hvað ég eigi að segja....
þannig að ...
bæ í bili :)

18.7.07

Ekki er nú öll vitleysan eins!!!

Jahérna hér, mín bara orðin "sjónvarpsstjarna"!!!
Fyrir nokkrum dögum bað mamma mig um að kippa með mér leðurstígvélum sem hún á og fara með til skósmiðs á Akureyri, hann væri nefnilega að hætta og næsti skósmiður yrði þá á Akranesi. Já ekkert mál fyrir síðustu helgi fór ég með skóna í viðgerð og átti að sækja þá í dag. Sem ég og gerði. Þegar ég kom inn á skósmíðastofuna sé ég sjónvarpsmyndavél og myndatökumann, ég spurði hvort ég væri eitthvað að trufla, nei nei allt í góðu lagi. Þannig að ég næ í skóna, Kristófer er eitthvað að leika sér á gólfinu að skóhornum sem hann fann þarna. Þegar ég er að banna honum að leika sér að dótinu í búðinni segir myndatökumaðurinn að hann sé að ná svo góðum myndum af Kristófer að hann vildi endilega láta hann halda áfram. Allt í lagi með það hann gerir það. Þegar ég er búin að borga fyrir skóna spyr fréttamaðurinn sem var með myndatökumanninum hvort hann mætti spyrja mig nokkura spurninga, jújú það ætti alveg að vera í lagi. Ég hélt að þetta væri fyrir N4 sjónvarpsrásina hérna á Akureyri þannig að ég var ekkert að stressa mig á þessu. Svaraði nokkrum spurningum og þá var þetta bara búið.
Jæja, ég leit á fréttatímann á N4 og ekkert kom, ég hugsaði með mér að þetta kæmi bara á morgun eða bara hreinlega ekki neitt. Svo eftir matinn fór ég að baða Kristófer og koma honum í háttinn og tók það dágóða stund. Stuttu eftir að ég kem aftur fram hringir síminn og þá er það mamma að spurja hvort ég hafi séð þetta. Ég fékk sjokk því að eftir því sem ég best veit sést N4 ekki á Húsavík. Nei heyrðu þá var þetta bara í aðalfréttatíma RÚV núna í kvöld. Ég að sjálfsögðu dríbbaði mig á netið og kíkti á fréttina.
Við Kristófer tókum okkur bara nokkuð vel út.

Bæ í bili,
Elísa sjónvarpsstjarna :)

9.7.07

Commentin voru víst þannig að enginn gat commentað nema þeir sem eru með spes aðgang, OK, takk Anna mín ég hafði ekki græna glóru um það. Nú er ég hins vega búin að breyta þessu þannig að allir sem vilja geta commentað :) Svo endilega gerið það, þó ekki væri nema svo að ég vissi hverjir eru að kíkja á mig.
En allavega við Kristófer erum komin norður á Akureyri og erum "flutt" inn til pabba. Við erum búin að koma okkur vel fyrir, búin að leggja undir okkur fataskápinn inni hjá pabba og líka baðherbergið. Ef einhver sem ekki þekkti til kæmi inn á bað gæti hann ekki ímyndað sér að það væri karlmaður sem þarna byggi. Er samt ekki að segja að ég sé búin að dreyfa rósablöðum um allt baðherbergi eða eitthvað þannig sko.
Steini er að taka sig til í Reykjavíkinni og er svo að fara að leggja af stað norður til okkar mæðgina og kemur hann í kvöld :) Hlakka mikið til að fá hann norður.

Dagur 1:
Dagurinn í dag byrjaði örlítið fyrr en áætlað var. Ég átti pantaðan tíma í klippingu kl. 10 og ætlaði tengdamamma að passa fyrir mig á meðan. Ég ætlaði að hafa ágætan tíma fyrir klippinguna, ætlaði að skella drengnum í bað og svona áður en við færum til tengdó, þannig að ég stillti klukkuna á 8, fínt að vakna þá, hafa tíma til að baða, gefa morgunmat og allt það stúss sem maður þar að gera áður en haldið er af stað út um dyrnar. Kl. 6:45 á slaginu er Kristófer mættur upp í rúm að vekja mömmu gömlu. OK, við skelltum okkur þá bara í bað, græjuðum okkur og vorum bara mætt snemma í morgunkaffi hjá Mæju. Ég fór svo í klippingu og er alveg ótrúlega sæt, þó ég segi sjálf frá, núna. Skelltum okkur svo á Amtsbókasafnið að taka bækur handa Kristófer, því að ekki nennti ég að fara að taka allt bókasafnið hans Kristófers með okkur norður.
Núna er ég bara að bíða eftir því að hann rumski af lúrnum sínum og þá ætlum við að fara að heimsækja Leif bróður minn, en hann er alein heima, var að koma af sjó og frúin bara úti í útlöndum. Hann með slas og getur "ekkert" gert, litla skinnið.

Bæ í bili.

4.7.07

aaaaaaalveg að fara að gerast :)

Jæja, þá er það að fara að gerast... "Hvað er það"? spyrjið þið (eða Anna Björk sem virðist vera eini lesandinn minn), það er að fara að gerast í fyrsta skiptið á minni lífslöngu ævi. Ég er að fara í sumarfrí í fyrsta skipti ever, síðan ég fór að vinna fyrir mér sjálf. Ég er líka að fara í sumarfrí ligga ligga lái :) Á föstudaginn kl. 16:30 u.þ.b. hefst sumarfríið langþráða og ég fer ekki aftur að vinna fyrr en eftir Verslunarmannahelgina :) þvílík snilld :) Vona bara að ég verði áfram heppin með veður, það er búið að vera stórkostlegt veður hér á suðvesturhorninu í dágóðan tíma og ég er meira að segja búin að losa mig við næpuhvíta húðlitin og komin með svona hint að votti að venjulegum húðlit í bland við freknurnar mínar. Er eiginlega bara að vona að þær fari að renna saman fljótlega, þá kannski verður hægt að segja að ég sé búin að fá smá lit :) svona nokkurs konar "connect the dots" tíhí.
Planið fyrir sumarfríið er einfalt.
1) Á laugardaginn verður stúdentsveisla hjá henni Björgu gellu, systurdóttur hans Steina, hún er sumsé að klára Menntaskólann Hraðbraut.
2) Ég og Kristófer ætlum að fara norður á Tröllaskrímslinu (bílnum hans pabba) á sunnudaginn.
3) Steini kemur norður á mánudaginn og verður í tæpa viku hjá okkur og fer svo aftur suður að vinna.
4) Heimsóknir, sólböð, grillmatur, sund, fá gesti, taka "nokkur spor" á hverjum degi, fara út í Flatey, svona í megin atriðum, hafa það notalegt fyrir norðan.
5) Fara á Sílalækjardaga
6) Fara á Húsavíkurdaga, sem samanstanda af Sænskum dögum og Mærudögum.
7) Steini kemur líka aftur norður :) og fer svo aftur suður :(
8) Atriði sem aðrir skipuleggja fyrir okkur litlu familíuna :)
9) Koma Sigrúnu af stað á réttum tíma og svo að erfinginn þeirra Hreidda líti nú dagsins ljós á tilsettum degi, namely 2. ágúst, á afmælisdaginn minn. Ég er harðákveðin í því að þetta barn sé undurfagur drengur og verði skírður Elías Rúnar. Mig dreymdi nefnilega draum fyrir lööööööngu síðan og túlkaði ég hann á þann veg að þetta væri strákur. Reyndar get ég ekki fyrir mitt litla líf munað um hvað draumurinn snerist en ráðningin var ljós, drengur skal það vera, 2. ágúst og nafn hans verður Elías Rúnar.
10) Eiga afmæli í góðra vina hópi :)

Því miður verður Steini ekki í neinu ákveðnu sumarfríi í sumar, en þar sem hann vinnur bara aðra hverja viku, þá ætlar hann að koma norður í frívikunum og njóta lífsins í botn með mér og Kristófer.
Við verðum í íbúðinni hans pabba, höfum hana út af fyrir okkur þar sem pabbi er farinn út á sjó. Alveg eins gott fyrir kallinn að hafa einhvern í íbúðinni á meðan. Minni líkur á innbrotum og sollis rugli.
Anywho... læt næst vita af mér fyrir norðan og ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvað ég á að gera fleira eða ef þið viljið panta okkur familíuna í heimsókn þá vinsamlegast commentið bara á þessa færslu og ég mun sjá til hvað hægt verður að gera :)

Kveðja,
Elísa... sem er að "springa af spennti"

23.6.07

Ég get svo svarið það !!!

Best að blogga soldið fyrst ég get ekki sofið.
Helvítis hrossaflugur!!!
Ég er að verða nett biluð á flugna- og skordýraplágunni hérna í garðinum hjá okkur. Reyndar sem betur fer hef ég lítið orðið vör við geitunga og býflugur upp á síðkastið en bölvaðar hrossaflugurnar eru að gera mig geggjaða.
Ég er svo viss um það að einhversstaðar hefur verið auglýst "Dirty weekend" í skordýraheimum. Auglýsingin gæti hafa hljómað einhvern vegin svona: "Viltu upplifa Dirty Weekend á Íslandi? Þá er húsveggurinn heima hjá Elísu og Steina the hot spot!!! Eins mikið kynlíf og þú getur hugsað þér!!!"
Það eru endalaus pör af hrossaflugum að gera "dodo" á húsveggnum hjá okkur. Og ef þær eru ekki á fullu* á veggnum hérna þá eru þær fljúgandi hér inn um alla glugga og dyr. Maður kemst ekki inn eða út um dyrnar án þess að lágmark ein fluga smokri sér inn í leiðinni. Hvers á ég eiginlega að gjalda??? Ég bara spyr!
En það eru ekki einungis hrossaflugur sem eru að pirra mig. Það eru líka allavega þrjár ef ekki fjórar tegundir af kóngulóm hérna utan á húsinu líka, sem betur fer hafa þær látið það vera, að mestu, að koma hingað inn. Svo hefur einhver nágranninn brotist inn í næsta fjós, hest- eða fjárhús og nappað sér svolitlu taði til að bera á lóðina, því að allt í einu gerði vart við sig ein ógeðslegasta skodýrategund sem ég veit um. Jötunuxinn gerði sig heimakominn hérna í garðinum og helv. kvikyndin geta flogið. Ég stútaði 2 hérna inni um daginn, öðrum í forstofunni og hinum í stofuglugganum, sem ég í "heimsku" minni hafði skilið eftir opinn yfir daginn á meðan ég var að vinna. Jæja, upptalningunni er ekki lokið. Í trjánum hérna í garðinum og í forgarðinum fyrir ofan húsið hefur einhver bölvaður maðkur tekið sér bólfestu, grænir u.þ.b. 1 cm langir og stundum getur maður séð þessi kvikyndi hangandi í meters löngum þræði neðan úr greinunum. Þori ekki fyrir mitt litla líf að labba niður í garðinn meðfram silfurreyninum, því að þar eru greinilega fleiri en í hinum trjánum. Einnig eru hér svona u.þ.b. 4-5 tegundir af bjöllum, járnsmiðir og fleira í þeim dúr. Alger vibbi. Held ég sé að verða búin með upptalninguna í bili... nei ekki má gleyma stærstu og hættulegustu tegundinni... múrarinn, en hann er búinn að vera að sniglast hérna fyrir utan annað veifið síðan í haust. Skilst reyndar að hann sé mennskur og reyndar bara nokkuð hress, hef nokkrum sinnum spjallað við hann og virðist hann þrátt fyrir stærð og hættulegheit vera lang skásta tegundin.
Mér þætti gaman að sjá hana Önnu Björk, litlu frænku mína, dveljast hér stutta stund. En þeir sem hafa lesið bloggið hennar vita hvað ég meina. Lesningin um hetjulega baráttu hennar við baðherbergiskóngulóna ógurlegu er náttúrulega bara snilld.

Anna ,viltu koma með brúnsápubrúsann hingað núna strax, ég þarf á þér að halda!!!

Jæja, nóg komið af tuði í bili.

* kynlíf hrossaflugna virðist vera frekar dapurlegt. Það virðist taka endalausan tíma og flugurnar hanga þarna á veggnum eins og frosnar svo tímunum skiptir, á nákvæmlega sama stað. Haggast ekki. Eru þarna þegar ég fer í vinnuna kl. 8 og eru þarna ennþá þegar ég er að koma heim um kl. 17, ekki haggast um mm held ég.

Grímubúningar

Gaman að sjá hvað fólk hefur stundum mikinn tíma til að dunda sér við hitt og þetta, til dæmis með því að reyna að finna út hversu marga dýrabúninga þú getur gert með nokkrum flíkum úr fataskápnum :)
Skora á ykkur að reyna að finna góða búninga í fataskápnum ykkar :)

9.6.07

Hvað segir afmælisdagurinn um fortíð þína?

Veldu mánuðinn þinn.

Janúar- Ég drap
Febrúar- Ég sló
Mars- Ég svaf hjá

Apríl- Ég horfði á
Maí- Ég fróaði mér með
Júní- Ég slefaði á
Julí-Ég hló að
Ágúst- Ég stakk
September- Ég skaut
Október- Ég naut ásta með
Nóvember- Ég handtók
Desember- Ég kúkaðiá

Veldu núna afmælisdaginn þinn-

1. Hóru
2. Kærasta/una þína
3. Konu með HIV
4. Kynæsandi Dverg
5. Jólasvein
6. Playboykanínu
7. Giftri móðir
8. Kennara
9. Mömmu þína
10. Páskahérann
11. Köttinn
12. Djöflinum
13. Asíksum skiftinema
14. Jónsa í svörtum fötum
15. Stein
16. DVD spilara
17. Klámstjörnu
18. Síma
19. Tölvu
20. Húsið þitt
21. Svín
22. Lampa
23. Kúk
24. Davíð Oddson
25. 50 cent
26. Kynskifting
27. Yddara
28. Skólaumsókn
29. Birgittu Haukdal
30. Tappatogara
31. Prentara

Veldu Þriðja stafinn í eftirnafninu þínu -

A- Afþví að ég elska súkkulaði
B- Afví að mér leiddist
C- Afþví að buxurnar mínar voru of þröngar
D- Af því að þarf alltaf að prumpa
E- Af því að hjartað mitt er tvem nr of lítið
F- Af því að ég fékk engar gjafir um jólin
G- Afvþví mér finnst egg góð
H- Afþví að ég er á sýru
I- Afþví ég misteig mig
J- Afþví ég er með vörtu
K- Afþví mér líkar Cheer
L- Afþví að ég var skökk/skakkur
M- Afþví ég var full/ur
N- Afþví að mamma sagði mér að gera það
O- Afví ég er hýr
P- Því ér er einmanna
Q- Því mamma og pabbi eru alltaf að rífast
R- Af því að ég er gröð/graður
S- Því mig langar að deyja
T- Því ég hata skóla
U- Því ég þarf að fróa mér
V- Afþví að ég elska náttfata party
W- Afþví að það róar mig
X- Af því að ég elska marmelaði
Y- Afþví að ég elska prump
Ö- Því ég er að safna rassahárum

Ja nú er ég sár

Eftir mikinn undirbúning, mikinn bakstur og tilheyrandi tilkostnað við það að halda afmælisveislu fyrir son minn sem varð 2ja ára í dag er ég mjög sár út í fullt af fólki. Það var slatta af fólki boðið í afmælisveisluna. Ein fjölskyldan hringdi í dag og afboðaði vegna veikinda og ok það er í góðu lagi. En hálftíma áður en veislan átti að byrja fékk ég sms þar sem önnur fjölskylda afboðaði sig, ok þá voru 6 manns hættir við að koma. Jæja á tilsettum tíma kemur ein frænkan, en hún var sú eina að sem kom af fjögurra manna fjölskyldu. Jæja þá ég átti enn von á 2-3 til viðbótar, en nei þau létu ekki sjá sig og létu ekki einu sinni vita af því að þau myndu ekki koma. Þannig að við sátum hér, afmælisbarnið, foreldrarnir, afi og frænka. Mér finnst þetta mjög fúlt því eins og ég hef áður sagt þá var mikið lagt í undirbúninginn.

Kveðja, hin fúla móðir.

22.5.07

Útskriftardagurinn mikli :)

Jæja, haldið þið að mér hafi ekki barasta tekist að verða læknaritari í dag :) Jújú, hún Elísa litla útskrifaðist af Læknaritarabraut Fjölbrautaskólan við Ármúla í dag :) Athöfnin fór fram í Háskólabíó og var mjög vel heppnuð í alla staði, reyndar var eitt að fara ótrúlega í taugarnar á mér og örugglega mörgum öðrum og það var atriðið sem hann Arnar sem keppti fyrir okkar hönd í Söngkeppni Framhaldsskólanna. Jújú, hann er ágætis söngvari og allt það en tónlistin sem hann og Gleðihljómsveit Ármúla flutti átti eiginlega ekki við. Lagið Crazy með Aerosmith, eða kannski var það bara sviðsframkoman hjá honum sem fór svona agalega í taugarnar á mér en hann hálfpartinn hékk í typpinu á sér allt lagið... jú Arnar minn "pippalingurinn" er örugglega þarna ennþá, vertu ekkert að tékka á honum á tveggja sekúntna fresti... Sumir karlmenn virðast bara ekki vita að fólk sér hvað þeir eru að gera þegar þeir eru að tékka á honum. En jæja hvað um það, nenni ekki að tuða meira um það.

Kveðja, Elísa læknaritari

14.5.07

Hvaða frægu konum líkist ég?



Jæja, samkvæmt þessu forriti sem skannar andlit á myndum og ber saman við andlit fræga fólksins á ég víst að líkjast þessum frægu konum. Ég er ekki alveg að sjá það, en það er samt skárra að líkjast þessum miðað við þessa mynd sem ég sendi inn af mér, heldur en það sem upp kom þegar ég setti inn myndina af starfsmannakortinu mínu í vinnunni... hvað haldið þið að hafi komið upp??? Jú, jú enginn annar en Spike Lee... síðast þegar ég vissi var ég ekki svartur karlmaður. Hnuss segi ég nú bara :(

13.5.07

Nýja bloggið mitt :)

Jæja ladies and gentelmen,
Fékk ógeð á bloggar.is og ákvað að skella mér á þetta núna. Vona að þetta gangi betur en hinum megin.
Af mér er allt frábært að frétta, ég er búin í prófum og er því að fara að útskrifast sem læknaritari þann 22. maí nk.
Kristófer er ótrúlegt en satt að verða tveggja ára gamall í næsta mánuði. Ótrúlegt að það séu að verða liðin 2 ár síðan ég leit út eins og strandaður hvalur.
Kristófer og Steini fóru norður fyrstu helgina í maí og ég var ein hérna heima að læra og dunda mér. Fór með tölvuna á Kaffi Vín og lærði alveg slatta þar. Þeir feðgar skemmtu sér rosalega vel fyrir norðan, fóru í heimsóknir til familíunnar og svona. Skelltu sér svo í sund á sunnudeginum og lögðu svo af stað aftur suður, Mæja tengdamamma kom svo með herramönnunum suður. Gaman að hitta hana.
Jæja annars er svosem ekki mikið að frétta hjá mér í bili.

Kveðja,
Skrudda